Fulltrúar TA stóðu sig vel á Nótunni í Hörpu

10 atriði fengu viðurkenningar
10 atriði fengu viðurkenningar

Lokahátíð Nótunnar fór fram í Hörpu þann 4. mars síðastliðinn.  Tæplega 150 nemendur fluttu tónlistaratriði á tvennum tónleikum í Eldborg og í Hörpuhorninu.

Pétur Ernir Svavarsson píanóleikari

Besta atriði Nótunnar var valið Pétur Ernir Svavarsson píanóleikari frá Tónlistarskóla Ísafjarðar.  Pétur flutti eigin útsetningu af Wicked Fantasía eftir Stephen Schwartz.  Með Pétri lék Krstín Harpa Jónsdóttir, einnig á píanó.

Eysteinn Ísidór Ólafsson píanóleikari 

Flautukórinn

Fulltrúar okkar frá Tónlistarskólanum á Akureyri voru Eysteinn Ísidór Ólafsson píanóleikari, og flautukór undir stjórn Petreu Óskarsdóttur flautukennara.  Fulltrúar okkar stóðu sig afskaplega vel og erum við mjög stolt af þeim.