Fara í efni

Haustfrí og uppbrotsdagur

Haustfrí og uppbrotsdagur

Árlegt haustfrí verður líkt og í grunnskólum bæjarins dagana 23. og 24. október og því er engin kennsla í skólanum þessa daga. 

Við bætum síðan aftan á haustfríið einum uppbrotsdegi og því er einnig gefið frí miðvikudaginn 25. október.

Uppbrotsdagar verða 5 í vetur sem dreifast yfir veturinn einn á hverjum vikudegi. Laugardaginn 2. mars verður síðan svokallaður teymisdagur í skólanum þar sem margt verður í boði og mikið húllumhæ þannig að allir nemendur fá eitthvað skemmtilegt og spennandi að gera á þeim degi. Teymisdagur verður kynntur betur þegar nær dregur en fyrsti uppbrotsdagur verður eins og áður segir nk. miðvikudag. Hægt er að kynna sér í skóladagatalinu hvenær uppbrotsdagar eru fyrirhugaðir í vetur.