Hilda Örvars fær listamannalaun

Nú í janúar luku úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna störfum vegna úthlutana listamannalauna árið 2018.

Þórhildur Örvarsdóttir, söngkennari hér í tónlistarskólanum, var ein þeirra sem hlutu laun úr launasjóði tónlistarflytjenda.  Þórhildur, eða Hilda, eins og við köllum hana hérna, fær laun úr sjóðnum í þrjá mánuði.

Við erum að sjálfsögðu afar stolt yfir okkar kennara í þessu og óskum henni hjartanlega til hamingju með úthlutunina.