Hrekkjavökutónleikar Blásarasveitanna í kvöld !
28.10.2025
Hrekkjavökutónleikar Blásarasveitanna í kvöld !
Í kvöld kl. 18:00 verða árlegir Hrekkjavökutónleikar blásarasveitanna í Hamraborg, Hofi og má reikna með að mikið verði um dýrðir. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin. Draugasögukona er engin önnur en Andrea Gylfadóttir. Allar sveitir A, B og C munu spila hryllilega og hrollvekjandi tónlist fyrir ykkur og mikið hefur verið lagt í skreytingar eins og venjulega. Húsfyllir hefur verið á þessa tónleika undanfarin ár og því hvetjum við alla til að mæta tímanlega til að tryggja sér sæti.
