Fara í efni

Jólatónleikaflóð tónlistarskólans

Jólatónleikaflóð tónlistarskólans

Nemendur Tónlistarskólans á Akureyri hafa undanfarið verið að undirbúa sig fyrir aðventuna og nú fer að styttast í að við fáum að njóta. Allar deildir standa fyrir tónleikum á aðventunni og því verður mikið húllumhæ næstu 2-3 vikurnar.

Suzukideildin ríður á vaðið með sínu árlega jólaballi á morgun, laugardaginn 3. desember og eftir það rekur hvern viðburðinn á fætur öðrum bæði hér í Hofi en einnig verða tónleikar í Akureyrarkirkju og Davíðshúsi. Nemendur munu jafnframt sjást á fleiri stöðum bæjarins að skapa stemmingu með tónlistarflutningi. Jafnframt verður eitthvað um pop up viðburði sem ekki eru tíundaðir hér sérstaklega og koma ykkur bara ánægjulega á óvart.

Dagskrána má finna á meðfylgjandi plakati en næstu 4 viðburðir eru alltaf sjáanlegir á forsíðu heimasíðunnar okkar undir liðnum "Viðburðir framundan"

GLEIÐLEGA AÐVENTU !