Fara í efni

Karnival Dýranna: Flautukórar Tónlistarskólans á Akureyri og Tónlistarskóla Kópavogs

Karnival Dýranna: Flautukórar Tónlistarskólans á Akureyri og Tónlistarskóla Kópavogs

Bangsímon, sundkýr, hundar, fuglar og býflugur........fjölskyldutónleikar!
 
Bangsímon, sundkýr, hundar, fuglar og býflugur: 2 lítil tónlistarævintýri sem eru sett saman og túlkuð af flautukór nemenda frá Tónlistarskólanum á Akureyri og Tónlistarskóla Kópavogs.
 
Klassísk tónlist og jazz mynda hljóðheim skemmtilegrar sögu sem dregur alla með sér inn í ævintýraheim með aðstoð Hildar Gauju Svavarsdóttur sem er sögumaður.
 
Öll flautufjölskyldan fær að hljóma, frá kontrabassaflautu upp í pikkóló flautu.
 
Tónleikarnir verða í Hömrum, Hofi sunnudaginn 23. apríl kl. 13:00 - 14:00
 
*Enginn aðgangseyrir.
_____________________
Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.
Fleiri spennandi viðburði má finna á www.barnamenning.is
Notið myllumerkið #barnamenningak, þar má sjá skemmtilegar myndir frá hátíðinni