Fara í efni

LITLA FIÐLAN

LITLA FIÐLAN

LITLA FIÐLAN

Verðið þið heima í vetrarfríinu?!

Fiðlukennarinn okkar og fiðlutöframeistarinn Sophia Fedorovych býður smábörnum (á öllum aldri!) inn í heim fiðlunnar.

Forvitin eyru fá að hlusta og forvitnir fingur að prófa sjálfir, á kortérslöngum tónlistarviðburði, TÓLF TÓNA KORTÉRINU, sem haldið verður á Listasafninu á Akureyri, laugardaginn 21. október kl. 15:00-15:15 og aftur kl. 16:00-16:15.

Aðgangur er ókeypis, aðgengi mjög gott og öll hjartanlega velkomin!