Fara í efni

Lútufjör í Akureyrarkirkju

Lútufjör í Akureyrarkirkju

Á síðasta vetrardag fengum við aldeilis fína heimsókn. Lútuleikarinn Sergio Coto Blanco hitti gítarnemendur og kennara, ásamt fleiri nemendum skólans og gestum, í Akureyrarkirkju til að leika og hlusta á endurreisnartónlist, og fræðast um lútuna og frændsystkin hennar.

Gítarnemendur tónlistarskólans hófu leika, og léku endurreisnartónlist - það er fjögur eða fimm hundruð ára gömul tónlist! - sem þau höfðu æft í tilefni dagsins. Þau léku yndislega og það hljómaði undur fallega í kirkjunni! Sergio tók svo við keflinu og lék nokkur lög af ólíkum toga, á ólík hljóðfæri - lútu og barokkgítar. Hann sagði okkur margt forvitnilegt og merkilegt um hljóðfærin og tónlistina. En Daniele gítarkennari greip í oud, arabískan forvera lútunnar. Svo nú erum við heldur betur fróðari um formæður og -feður gítarsins, en við vorum næst síðasta vetrardag!

Að loknum kaffitíma úti undir síðustu sólargeislum vetrarins héldu svo Sergio og gítarnemendurnir áfram að starfa, en þau léku fyrir hann og hann kenndi þeim margt um endurreisnartónlistina - þá gömlu, fallegu tónlist.

Kærar þakkir krakkar, kennarar, gestir og Sergio fyrir indæla stund og fallega tónlist!

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá deginum