Fara í efni

Masterklass klassískrar söngdeildar

Masterklass klassískrar söngdeildar

Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópransöngkona var meðal flytjenda á nýárstónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Hanna Dóra er reyndur söngkennari og kennir söng við Listaháskóla íslands. Klassíska söngdeild tónlistarskólans á Akureyri nýtti tækifærið og fékk Hönnu Dóru til að vera með masterklass fyrir nemendur deildarinnar. Það er mikil vítamínsprauta fyrir starfsemi deildarinnar að fá utanaðkomandi kennara til að nemendur kynnist söngnum frá mismunandi sjónarhornum.