Fara í efni

Masterklass með Önnu Málfríði

Masterklass með Önnu Málfríði

Þann 11. nóvember var haldið Píanó masterklass með Önnu Málfríði Sigurðardóttur. Sjö píanónemendur á ýmsum aldri og á ólíku námsstigi nutu leiðsagnar Önnu Málfríðar. Gestir úr strengjadeild léku með á fiðlu og selló þar sem Anna fjallaði um hlutverk píanósins í samleik og samspil almennt. Anna Málfríður kenndi við Tónlistarskólann á Akureyri um skeið fyrir nokkrum áratugum, meðal annars einum af núverandi píanókennurum skólans, og hefur verið gaman að endurnýja kynnin við hana í seinni tíð.