Fara í efni

MÚSÍKTILRAUNIR 2023

MÚSÍKTILRAUNIR 2023

Músíktilraunir eru tónlistarhátíð/keppni sem haldin hefur verið allt frá árinu 1982 og stendur yfir í fimm daga að hverju sinni. Undanúrslit Músíktilrauna 2023 verða dagana 25. - 28. mars í Norðurljósasal Hörpu, úrslitakvöldið verður síðan 1. apríl á sama stað. Ungt fólk á aldrinum 13 til 25 ára geta sótt um þátttöku með því að senda inn umsókn á heimasíðunni www.musiktilraunir.is.

Opið verður fyrir umsóknir frá 25. febrúar til 6. mars.

 

Þátttaka í Músíktilraunum er frábær upplifun og ómetanleg reynsla fyrir upprennandi og skapandi tónlistarfólk. Vegleg verðlaun eru í boði. Undankvöld tilraunanna verða fjögur, en þar munu 40-50 tónlistaratriði keppa um að komast í úrslitakeppnina 1. apríl. Alla jafna fara 10-12 hljómsveitir í úrslit. Úrslitakvöldi Músíktilrauna verður útvarpað um land allt á Rás 2, auk þess sem RÚV streymir beint frá úrslitakvöldinu og vinnur sjónvarpsþátt sem er sýndur síðar.