Myndir frá Söngvaflóði

Dagana 6. til 8. febrúar komu leikskólakrakkar í heimsókn hingað í Hof og fluttu ásamt blásarasveit tónlistarskólans lög úr bókinni Trommur og Töfrateppi eftir Soffíu Vagnsdóttur tónmenntakennara og sviðsstjóra fræðslusviðs Akureyrarbæjar.  Söngsalirnir heppnuðust afburðavel og skemmtu nemendur, foreldrar og kennarar sér konunglega.

Ljósmyndarinn Daníel Starrason mætti á svæðið og fangaði stemminguna.  Myndirnar má sjá á myndasíðu okkar hér.