Sigurður Sveinn og Guðjón senda frá sér nýtt lag

Nemendur tónlistarskólans halda áfram að senda frá sér lög.  Söngvarinn Sigurður Sveinn Jónsson og píanóleikarinn Guðjón Jónsson sendu nýlega frá sér gullfallega ábreiðu af laginu Rise Up sem hin bandaríska Andra Day sló hressilega í gegn með á árinu 2015.

Rebekka Hrönn Valsdóttir, Kristín Tómasdóttir, og Eik Haraldsdóttir, sem allar stunda söngnám hér við skólann, sáu um bakraddir, og Sigfús Jónsson, nemandi í hljóðupptökutækni sá um upptökur og hljóðvinnslu.

Brynjar Steinn Stefánsson sá um myndvinnslu.