Fara í efni

Pistill frá Deildarstjóra Klassískra deilda

Pistill frá Deildarstjóra Klassískra deilda

DUGNAÐUR Í PRÓFAVIKU
 
Rosaleg prófavika í Tónlistarskólanum er um garð gengin! Fjöldi nemenda þreytti þar þrælerfið áfangapróf, sem þau kusu að þreyta. Einnig fóru allmargir nemendur í sams konar próf í haust og í mars. Hafa þau öll staðið sig með mestu prýði!
 
Dugnaður þessa unga fólks á sér engin takmörk. Að baki áfangaprófi er gífurleg vinna, og svo á að skila afrakstrinum öllum af sér tiltekinn dag á tilteknum stað og stund, takk fyrir. Enginn er skyldaður í slíkt próf, þó kennarar hvetji nemendur sína vissulega til dáða, heldur kjósa krakkarnir sjálfir að takast á við verkefnið, sem er ærið.Tónlistarskólinn þakkar nemendum sínum fyrir hvað þau hafa lagt hart að sér, og óskar þeim öllum til hamingju með áfangann!
 
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir