Fara í efni

Schumann og flautan

Schumann og flautan

Sunnudaginn 17. september kl 16:00 verða tónleikar í Hömrum sem enginn nemandi ætti að láta framhjá sér fara.

Tónlistarfélag Akureyrar bíður öllum nemendum Tónlistarskóla Akureyrar miða á 1.500.- kr Hægt er að nálgast miða í miðasölu Hofs.

Vekjum sérstaklega athygli á að verkið The Wind Blows eftir Daníel Þorsteinsson verður frumflutt á Akureyri á þessum tónleikum.

Robert Schumann sagði eitt sinn að það eina sem væri verra en flauta væru tvær flautur.

Markmiðið með þessari efnisskrá er að fá Schumann til að skipta um skoðun!

Við ímyndum okkur „samtal“ við Schumann þar sem hann fær loksins tækifæri til að venjast þessu frábæra hljóðfæri. Fyrst einni flautu, þá tveimur flautum og loks þrem. Smátt og smátt mun Schumann vonandi fá nýja sýn á flautuna og verður hún þá vafalítið orðin eitt af uppáhalds hjóðfærum hans – ásamt píanóinu auðvitað sem alltaf mun verða efst á listanum. Tónleikunum lýkur á tríó fyrir flautur sem Daníel Þorsteinsson hefur samið fyrir Aulos Ensamble og þar með ætti Schumann að hafa fallið fyrir flautunni

Aulos Flute Ensemble
Pamela De Sensi, flauta
Petrea Óskarsdóttir, flauta
Karen Karólínudóttir, flauta

Efnisskrá
Robert Schumann: Arabesque op. 18 fyrir píanó
Robert Schumann: Þrjár Rómönsur op. 94 fyrir flautu og píanó Jacques Ibert: Deux Interludes fyrir tvær flautur og píanó
Carl Rorich: Burlesque fyrir þrjár flautur og píanó
Jean Marie Depelsenaire: Concertino fyrir þrjár flautur og píanó
Daníel Þorsteinsson: The Wind Blows fyrir þrjá flautur