Fara í efni

Síðasti kennsludagur og skólaslit

Síðasti kennsludagur og skólaslit

Síðasti kennsludagur skólaársins er í dag, föstudaginn 27. maí.
Skólaslit verða miðvikudaginn 1. júní kl. 18.00 í Hamraborg. Létt dagskrá, útskriftarnemendur koma fram og nemendur fá námsmat vetrarins afhent. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2019 sem við höfum hefðbundin skólaslit og við hlökkum mikið til að sjá ykkur sem flest.
Nemendur sem lokið hafa grunnprófi að fullu, miðprófi að fullu eða framhaldsprófi verða kallaðir upp á svið til að fá viðurkenningar afhentar. Þeir nemendur munu fá póst eftir helgina með nánari leiðbeiningum.

Kærar kveðjur úr Tónlistarskólanum þínum!