Fara í efni

SKÓLASETNING !

SKÓLASETNING !

Nú styttist í skólabyrjun í Tónlistarskólanum á Akureyri.

Formleg skólasetning verður fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18:00 og fer hún fram í Hamraborg í Hofi. Eftir formlega setningu skólans gefst nemendum tækifæri að hitta kennara sína en allir nemendur skólans ættu að hafa fengið bréf eða tölvupóst þar sem fram kemur nafn hljóðfæra-/söngkennara. Ef svo er ekki, vinsamlegast hafið samband við skrifstofu skólans.

Fyrsti kennsludagur á hljóðfæri og söng verður mánudaginn 4. september. Kennsla tónfræðigreina og annara kjarnagreina hefst viku síðar eða 11. september og æfingar hljómsveita og annarra samspilstíma í vikunni þar á eftir eða 18. september.

VIÐ HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR ÖLL Í SKÓLANUM