Stefán Elí gefur út nýtt lag og safnar fyrir plötu

Nemendur í skapandi tónlist við Tónlistarskólann á Akureyri vinna stórt tónlistarverkefni yfir skólaárið.  Verkefni Stefáns Elís er að gefa út hljómplötu og halda útgáfutónleika.  Hann sendi nýlega frá sér lag af væntanlegri plötu ásamt myndbandi.

 

Lagið er jafnframt gefið út á Spotify

 

Til að fjármagna útgáfu á hljómplötunni hefur Stefán Elí farið af stað með söfnun á Karolinafund.com.  Þar geta áhugasamir keypt geisladiska, vinylplötu, miða á útgáfutónleikana og fleira.