Fara í efni

Strengjasveit 1 á Ráðhústorgi

Strengjasveit 1 á Ráðhústorgi

Strengjasveit 1 sló botninn í vetrarstarfið með útitónleikum í blíðunni í gær 14. maí á Ráðhústorginu og fékk góðar mótttökur hjá gestum og gangandi. Á efnisskránni voru m.a. Keðjulög og að sjálfsögðu lagið þeirra Væb bræðra Róa.

Sveitin hélt einnig tónleika fyrir helgi í Glerár- og Oddeyrarskóla.

Félagar í sveitinni byrjuðu flestir að leika með henni í haust og hafa náð undraverðum árangri í samspili enda spilagleðin og áhuginn mikill. Það jafnast fátt á við að spila í góðri strengjasveit!