Fara í efni

Strengjasveit 2 á faraldsfæti

Strengjasveit 2 á faraldsfæti

Strengjasveit 2 er búin að gera víðreist og spila í fjórum grunnskólum; Nausta-, Síðu-, Gilja- og Brekkuskóla. Efnisskráin var fjölbreytt. Leikin voru stef úr Plánetunum eftir Holst, lag frá Perú, stefið úr Prúðuleikurunum, Sjóræningjarnir úr Karabíska hafinu og stef úr söngleiknum um Konung ljónanna. Allir tónleikarnir enduðu á fjöldasöng þar sem sungið var ungverska lagið Óskasteinar við texta Hildigunnar Halldórsdóttur að sjálfsögðu með undirleik strengjasveitarinnar. Þetta var gaman og tókst afskaplega vel.

Hér má sjá nokkrar myndir