Sunnefa Lind með skemmtileg acapella myndbönd á Youtube

Sunnefa Lind er er nemandi í skapandi tónlist hér við Tónlistarskólann á Akureyri.  Hún nemur m.a. söng og upptökutækni og nær að sameina þessa tvo þætti í upptökum á sjálfri sér þar sem hún gerir acapella útgáfur af þekktum lögum.  Hún gengur skrefinu lengra og gerir jafnframt myndbönd við lögin og setur þau á Youtube.

 

Hér að neðan má sjá nýjasta myndband Sunnefu, þar sem hún flytur lagið Something Just Like This, með The Chainsmokers og Coldplay.