Fara í efni

TÓNAHLÍÐ

TÓNAHLÍÐ

Nemendur Tónlistarskólans á Akureyri fá stundum tækifæri til að spila fyrir aðra en vini og vandamenn á skólatónleikum og fagna því þar sem það er bæði uppbrot á starfinu en líka æfing í að koma fram. Það var því kærkomið tækifæri að fá að spila fyrir íbúa Hliðar og Lögmannshlíðar á dögunum. Píanónemendur riðu á vaðið og spiluðu á Dvarlarheimilinu Hlíð 4 nóvember sl. og viku síðar eða þann 11.11 fóru flautunemendur síðan í heimsókn í Lögmannshlíð. Báðar heimsóknir heppnuðust vel og allir gengu ánægðir frá borði. 

Fyrirhugað er að fara í fleiri heimsóknir í vetur og í tilefni af því hefur tónleikaröðin verið nefnd TÓNAHLÍÐ sem okkur finnst vel við hæfi. 

Hér má sjá nokkrar myndir frá tónleikunum og ánægðum áhorfendum.