Fara í efni

Tónleikar í Davíðshúsi

Tónleikar í Davíðshúsi

Píanónemendur skólans héldu tónleika í Davíðshúsi sl. sunnudag (11. des.). Tilefni tónleikanna var vígsla gamla Hindsberg flygilsins sem nýlega var gerður upp af Sindra Má Heimissyni. Tónleikarnir voru í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri sem fer með umsjá hússins. Á tónleikunum léku nemendur á ólíkum aldri fjölbreytta efnisskrá þar sem jólalög voru fyrirferðarmikil. Auk píanónemenda komu fram nemendur á þverflautu, fiðlu og selló.