Fara í efni

TÓNLEIKAVOR Í SKÓLUM

TÓNLEIKAVOR Í SKÓLUM

Nú hafa nemendur tónlistarskólans haldið tónleika fyrir alla leik- og grunnskóla Akureyrar á önninni. Strengjasveitir, blásarasveitir, fiðlu- selló- og víóluhópar, sem og sönghópur hafa farið um bæinn, eða boðið gestum til sín, og leikið fyrir krakka í öllum skólum og ýmsum árgöngum. Gleðin réð ríkjum, bæði meðal flytjenda og hlustenda, og fékk tónlistarfólkið hvarvetna hlýjar móttökur.

Við þökkum leik- og grunnskólunum kærlega fyrir ánægjulegt og gott samstarf. Þetta var líka mikil en gefandi vinna fyrir nemendurna sem spiluðu. Mjög vel af sér vikið.

Takk fyrir og til hamingju með tónleikaferðirnar, krakkar!