Fara í efni

Tónlist er fyrir alla !

Tónlist er fyrir alla !

Dagana 8. og 9. september fór fram ráðstefnan "Tónlist er fyrir alla" í Hörpu, Ráðstefnan var haldin af Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Félagi íslenskra hljómlistarmanna, Samtökum tónlistarskólastjóra og Tónlistardeild Listaháskóla Íslands.

 

Alls tóku um 450 manns þátt í þessum viðburði og Tónlistarskólinn á Akureyri átti þar að sjálfsögðu fulltrúa bæði úti í sal og uppi á sviði. Haukur Pálmason kynnti hugmyndafræðina á bak við Skapandi tónlist við stormandi lukku og gaman er að segja frá því að Tónak átti tvo stórglæsilega fyrirlesara/fyrrum nemendur í umræðutorgi kennaranema LHÍ um framtíðarsýn.

 

Þessi ráðstefna var afskaplega fræðandi og skemmtileg og frábær innspýting fyrir kröftugt starf og hugmyndavinnu hjá okkur.