Fara í efni

Tónlist fyrir horn og píanó

Tónlist fyrir horn og píanó

Út er kominn geisladiskur þar sem Akureyringarnir og gamlir nemendur skólans Emil Friðfinnsson hornleikari og Þórarinn Stefánsson píanóleikari flytja fjöldbreytta efnisskrá.

Útgáfan endurspeglar þrjátíu ára samstarfs þeirra Emils og Þórains en þeir hófu samleik árið 1991 þegar þeir voru samtíða við nám og síðar störf í Þýskalandi. Emil var þá nýfluttur frá Essen þar sem hann lærði við Folkwang háskólann til Braunschweig þar sem hann hafði fengið stöðu við óperuhljómsveitina. Þórarinn bjó og starfaði í nágrannaborginni Hannover.

Áður höfðu þeir einnig verið samtíða við nám við Tónlistarskólann á Akureyri og síðar við Tónlistarskólann í Reykjavík.

Hljóðritanirnar sem hér má heyra voru eru af nokkrum þeirra verka sem þeir hafa haft á efnisskrám þeirra fjölmörgu tónleika sem þeir hafa blásið til á þess áratuga langa samstarfi. Sumt eru frumhljóðritanir á íslenskum verkum en önnur verk eru betur þekkt.

Emil Friðfinnsson er hornleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Þórarinn starfar nú fyrst og fremst sem kennari við Tónlistarskólann á Akureyri.