Fara í efni

Uppskerutíð í Tónó !

Uppskerutíð í Tónó !

Nú eru áfangapróf yfirstaðin og vortónleikar skólans í fullum gangi. Uppskerutíðin er sannarlega ánægjuleg!

Fjölmargir nemendur hafa lagt á sig ómælda vinnu til að undirbúa áfangapróf í lok apríl. Kennarar héldu afar vel utan um vinnuna með þeim, studdu þau og hvöttu til dáða. Prófin gengu prýðilega og óskum við nemendum og kennurum innilega til hamingju!

En hljómsveitir og deildir skólans syngja og spila af hjartans lyst á vortónleikum. Þar kennir ótrúlega margra fagurra og skemmtilegra grasa. Hvetjum við öll þau sem yndi hafa af tónlist og góðri skemmtun til að mæta á tónleikana sem framundan eru!

Vorið er góður tími í tónó.