Fara í efni

Vel heppnaður flautudagur

Vel heppnaður flautudagur

Laugardaginn 26. mars sl var sannkallað flautufjör í Tónlistarskólanum á Akureyri. Þar komu saman nemendur og kennarar Tónlistarskólans á Akureyri, Tónlistarskóla Eyjafjarðar og Tónlistarskólans á Húsavík. Það voru þær Adrienne Davis og Petrea Óskarsdóttir sem stjórnuðu og Sóley Björk Einarsdóttir kom einnig við sögu og kenndi yngri nemendunum lúðrasveitarfærni.

í lok dags voru haldnir tónleikar í Fljótinu sem voru afar vel sóttir og vel heppnaðir.

Yngri hópur

Eldri hópur

Allur hópurinn