Álfadans (Máninn hátt á himni skín)
Álfadans (Máninn hátt á himni skín)
Máninn hátt á himni skín
hrímfölur og grár,
líf og tími líður
og liðið er nú ár.
Bregðum blysum á loft,
bleika lýsum grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn
og hratt flýr stund.
Kyndla vora hefjum hátt,
horfið kveðjum ár,
dátt vér dansinn stígum,
dunar ísinn grár.
Bregðum blysum á loft,
bleika lýsum grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn
og hratt flýr stund.
Lag: Þjóðlag
Texti: Jón Ólfasson