Fara í efni

Allir hafa eitthvað til að ganga á

Til baka í söngbók

Allir hafa eitthvað til að ganga á

Allir hafa eitthvað til að ganga á.
Teygðu fram löppina og lof mér að sjá.

Fíllinn hefur feitar tær,
ljónið hefur loppur tvær,
músin hefur margar smáar,
en ormurinn hefur ansi fáar.

Allir hafa eitthvað til að ganga á.
Teygðu fram löppina og lof mér að sjá.

Fiskurinn hefur fína ugga,
flóðhesturinn enga skugga
krókódíllinn kjaftinn ljóta,
sá er nú klár að láta sig fljóta.

Allir hafa eitthvað til að ganga á.
Teygðu fram löppina og lof mér að sjá.

Á vængjum fljúga fuglarnir,
á fótunum ganga trúðarnir,
á hnúum hendast aparnir
á rassinum leppalúðarnir.

Allir hafa eitthvað til að ganga á.
Teygðu fram löppina og lof mér að sjá.

Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson