Fara í efni

Bíllinn minn og ég

Til baka í söngbók

Bíllinn minn og ég

Dagga, dagga, dagga, dagga, dagga da. Dagga, dagga, dagga, dagga, dagga, da. Dagga, dagga, dagga, dagga, dagga, dagga, dagga, da. (X2)​

Búmm saka búmm búmm búmm​
Nú við ökum úr bænum.​
Búmm saka búmm búmm búmm​
Upp í sveit í einum grænum.​

Gatan er öll í holum​
Og þá ek ég þér hægar​
Gangverkið allt í molum​
Og ég tek á þér vægar.​

Þar er engin sem getur skilið ​
Hvað ég elska þig mikið​
Og þegar við komum aftur ​
Skal ég þvo af þér rykið.​

Búmm saka búmm búmm búmm​
Elsku bíllinn minn blái.​
Búmm saka búmm búmm búmm​
Þó brotnar legur þig hrjái​

Komin að niðurlotum​
Já þú kemst þetta af vana​
Gírkassinn er í brotum​
Já þú ert dregin af krana.​

Dagga, dagga…​

Lag og texti: Þorvaldur Halldórsson