Fara í efni

Lítill drengur

Til baka í söngbók

Lítill drengur

Óðum steðjar að sá dagur,
afmælið þitt kemur senn.
Lítill drengur ljós og fagur
lífsins skilning öðlast senn.
Vildi ég að alltaf yrðir
við áhyggjurnar laus sem nú
en allt fer hér á eina veginn,
í átt til foldar mjakast þú.

Ég vildi geta verið hjá þér
veslings barnið mitt.
Umlykt þig með örmum mínum,
unir hver við sitt.
Oft ég hugsa auðmjúkt til þín
einkum, þegar húmar að,
eins þótt fari óravegu
átt þú mér í hjarta stað.

Man ég munað slíkan
er morgun rann með daglegt stress
að ljúfur drengur lagði á sig
lítið ferðalag til þess,
að koma í hola hlýja
höfgum pabba sínum hjá,
kúra sig í kotið hálsa.
kærleiksorðin þurfti fá.

Einka þér til eftirbreytni
alla betri menn en mig,
erfiðleikar að þó steðji,
alltaf skaltu vara þig
að færast ekki í fang svo mikið
að festu þinnar brotni tré.
Allt hið góða í heimi haldi
í hönd á þér og með þér sé.

Man ég munað slíkan
er morgun rann með daglegt stress
að ljúfur drengur lagði á sig
lítið ferðalag til þess,
að koma í hola hlýja
höfgum pabba sínum hjá,
kúra sig í kotið hálsa.
kærleiksorðin þurfti fá.

 

Lag: Magnús Kjartansson
Texti: Vilhjálmur Vilhjálmsson