Fara í efni

Litla kvæðið um litlu hjónin

Til baka í söngbók

Litla kvæðið um litlu hjónin

Litla kvæðið um litlu hjónin

Davíð Stefánsson

 

Við lítinn vog, í litlum bæ

er lítið hús.

Í leyni inni í lágum vegg

er lítil mús.

Um litlar stofur læðast hæg

og lítil hjón,

Því lágvaxin er litla Gunna

og litli Jón.

 

Þau eiga lágt og lítið borð

og lítinn disk

og litla skeið og lítinn hníf

og lítin fisk

og lítið kaffi, lítið brauð

og lítil grjón,

því lítið borða litla Gunna

og litli Jón.

 

Þau eiga bæði létt og lítil

Leyndarmál,

og lífið gaf þeim lítinn heila

og litla sál.

Þau miða allt sitt litla líf

við lítinn bæ

og lágann himin, litla jörð

og lygnan sæ.

 

Þau höfðu lengi litla von

um lítil börn,

sem léku sér með lítil skip

við litla tjörn,

en loksins sveik sú litla von

þau litlu flón,

og lítið elskar litla Gunna

hann litla Jón.

Lag: Daníel Þorsteinsson
Texti: Davíð Stefánsson