Mitt Faðirvor
Mitt Faðirvor
Mitt Faðirvor
Kristján frá Djúpalæk
Ef öndvert allt þér gengur
Og undan halla fer,
Skal sókn í huga hafin,
Og hún mun bjarga þér.
Við getum eigin ævi
í óskafarveg leitt,
og vaxið hverjum vanda,
sé vilja beitt.
Þó örlög öllum væru
á ókunn bókfell skráð,
það næst úr nornahöndum,
sem nógu heitt er þráð.
Þrjú orð að endurtaka
ég er við hvert mitt spor:
Fegurð, gleði, friður
mitt faðirvor.
Lag: Daníel Þorsteinsson
Texti: Kristján frá Djúpalæk