Fara í efni

Myndin hennar Lísu

Til baka í söngbók

Myndin hennar Lísu

Myndin hennar Lísu

 

Gult fyrir sól, grænt fyrir líf,

grátt fyrir þá sem reka menn út í stríð.

Hvítt fyrir börn, sem biðja um frið

biðja þess eins að fá að lifa' eins og við.

Er ekki jörðin fyrir alla?

 

Taktu þér blað, málaðu' á það

mynd þar sem að allir eiga öruggan stað.

Augu svo blá, hjörtu sem slá

hendur sem fegnar halda frelsinu á.

Þá verður jörðin fyrir alla. 

Lag og texti: Olga Guðrún Árnadóttir