Fara í efni

Nú sefur Jörðin

Til baka í söngbók

Nú sefur Jörðin

Nú sefur jörðin

 

Nú sefur jörðin sumargræn.

Nú sér hún rætast hverja bæn

og dregur andann djúpt og rótt

um draumbláa júlínótt.

  

Nú sofa menn og saklaus dýr.

Nú sofa dagsins ævintýr.

Nú ríkir þögn að ysta ós,

svo ekkert vekur Þyrnirós.

Lag: Daníel Þorsteinsson
Texti: Davíð Stefánsson