Skipti
Skipti
SKIPTI
Hænan sagði við hundinn:
Hve hefur þú fallegt skott.
Hundurinn starði á stélið:
Þitt stél er nú líka flott.
-Þá skulum við bara skipta!
Og skiptin, þau gengu vel.
Hænan nú hringar skottið.
Hundurinn sperrir stél.
Lag: Daníel Þorsteinsson
Texti: Kristján frá Djúpalæk