Fara í efni

Snati og Óli

Til baka í söngbók

Snati og Óli

Heyrðu snöggvast, Snati minn,

Snjalli vinur kæri,

Heldurðu´ ekki hringinn þinn

ég hermannlega bæri?

 

Lof mér nú að leika að

látúnshálsgjörð þinni.

Ég skal seinna jafna það

Með jólaköku minni.

 

Jæja þá, í þetta sinn

þér er heimil ólin.

En hvenær koma, kæri minn,

kakan þín og jólin?

 

 

 

Lag: Páll Ísólfsson
Texti: Þorsteinn Erlingsson