Fara í efni

Spáðu í mig

Til baka í söngbók

Spáðu í mig

Kvöldin eru kaldlynd úti á nesi,
kafaldsbylur hylur hæð og lægð.
Kalinn og með koffortið á bakinu
kem ég til þín segjandi með hægð.

viðlag
Spáðu í mig, þá mun ég spá í þig,
spáðu í mig, þá mun ég spá í þig.

Nóttin hefur augu eins og flugan
og eflaust sér hún mig þar sem ég fer,
heimullega á þinn fund að fela
flöskuna og mig í hendur þér.

viðlag

Finnst þér ekki Esjan vera sjúkleg
og Akrafjallið geðbilað að sjá.
En ef ég bið þig um að flýja með þér
til Omdúrman þá máttu ekki hvá.

viðlag

Lag og texti: Magnús Þór Jónsson (Megas)