Strengir
Strengir
Steinarnir eru strengir,
strengina vatnið knýr.
Gaman það væri´ að vita
hvað í vatnsins huga býr.
Hvaðan skyldi það koma
hvert er heitið þess ferð!
Síðar á öldum söngsins
samferða því ég verð.
Lyngið á líka strengi,
leikur blærinn á þá
söngva sorgar og gleði
er í sálum kveikja þrá.
Vorljóð draums og vonar
veröldin syngur öll.
Berast vil ég með blænum
burt yfir hæstu fjöll.
Lag: Herdís Egilssdóttir.
Texti: Kristján frá Djúpalæk