Þungt ymur þorrinn
Þungt ymur þorrinn
Sestu hérna sonur
sestu mér hjá
meðan þungt ymur Þorrinn
þekjunni á.
Þungt ymur Þorrinn
þrengir að með snjó
komdu og sestu hérna sonur
þey, þey og ró.
Upp í ævistigann
árin bera þig
sú kemur, kemur tíðin
að kveður þú mig.
Hvert sem leið þín liggur
á landi eða sjó
sýndu óvild engum manni
þey, þey og ró.
Liggi lítilmagninn
lágt í öskustó
reisi hönd þín hann á fætur
þey, þey og ró.
Engann órétt þoldu
aldrei láttu þó
þínu hjarta hatrið spilla
Þey, þey og ró.
Lag: þjóðlag
Texti: Jóas Árnason