Viðbragðsáætlun vegna farsótta

Stjórnun skólans

Stjórnendur skólans eru þrír. Skólaárið 2019‐2020 eru starfandi skólastjóri, aðstoðarskólastjóri og deildarstjóri í 80% stjórnunarhlutfalli. Skólastjórnendur bera ábyrgð á daglegum störfum skólans. Ritari er í fullu starfi við skólann og tveir skólaliðar í hlutastarfi.

Verkefnisstjórn vegna viðbragðsáætlunar er í höndum stjórnenda skólans. Skólastjóri ber ábyrgð á gerð hennar, uppfærslu og að virkja áætlun. Í forföllum skólastjóra ber aðstoðarskólastjóri ábyrgð á virkjum áætlunar.

 

Upplýsingagjöf til skólasamfélagsins.

Skólastjórnendur upplýsa starfsmenn skólans um inflúensuna á starfsmanna‐ og kennarafundum og í gegnum tölvupóst. Foreldrar og nemendur fá upplýsingar frá stjórnendum með fjölpósti gegnum tölvukerfið Visku. Ganga þarf úr skugga um að fjölskyldur af erlendum uppruna fái nauðsynlegar upplýsingar á sínu tungumáli sé þess þörf og verður að lágmarki ein klausa á ensku í sérhverjum tölvupósti þar sem bent er á hverjum er hægt að senda póst eða hringja í til að fá nánari upplýsingar.

 

Lykilaðilar er varðar boðun og afboðun

  • Hjörleifur Örn Jónsson Skólastjóri 697 5845 hjorleifurorn@tonak.is
  • Una Björg Hjartardóttir Aðstoðarskólastjóri 862 9074 unabjorg@tonak.is
  • Heimir Bjarni Ingimarsson Deildarstjóri 869 6634 heimirb@tonak.is
  • Tónlistarskólinn á Akureyri Strandgötu 12 600 Akureyri sími 460 1170 netfang tonak@tonak.is.

 

Ræstingar og sóttvarnir

Í Tónlistarskólanum á Akureyri er ávallt tryggð aðstaða til handþvotta, sápa og bréfþurrkur. Einnig er handspritt á göngum skólans og baðherbergjum og ef um faraldur er að ræða einnig í kennslustofum. Einnota hanskar eru alltaf til staðar á kaffistofu skólans.

Kennarar og nemendur eiga ekki að mæta í skólann ef þeir eru með flensueinkenni.

Ef flensufaraldur er í gangi eru álagsfletir eins og hurðarhúnar, lyfturhnappar, píanóborð og símar þrifnir daglega, annars eftir þörfum.

Upplýsingamiðlun til nemenda, foreldra og kennara fer fram með tölvupósti í gengum nemendabókhaldið Visku. Ef koma þarf á framfæri upplýsingum sem varða smitvarnir skal ávallt skrifa eina klausu í tölvupóstinum á ensku þar sem þjónustuþegum sem ekki tala reiprennandi íslensku er bent á hvernig best er að hafa samband og fá nánari upplýsingar.

Tónlistarskólinn vinnur í samráði við fræðslusvið og almannavarnir og fer eftir þeim leiðbeiningum sem þaðan koma þ.m.t. tilmælum um lokun skólans.

Farið verður eftir þeim leiðbeiningum sem berast frá sóttvarnarlækni um ræstingu skólans og er það í höndum skólastjóra að upplýsa starfsfólk ef endurskipuleggja þarf ræstingu.

Foreldar tilkynna skólanum um veikindi barna sinna. Ef um inflúensu er að ræða skal nemandinn vera heima í a.m.k. 7 daga eftir að veikindum lýkur. Veikist nemandi í skólanum er haft samband við

foreldra eða forráðamenn. Farið verður eftir ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda sem berast skólanum hverju sinni varðandi viðbrögð vegna inflúensufaraldurs. Kennarar hafa samráð við foreldra um nám þeirra sem eru fjarverandi um lengri tíma. Þetta skal metið í hverju tilviki fyrir sig. Áhersla verður á handþvott og almennt hreinlæti í skólanum til að hefta útbreiðslu inflúensu.

 

Komi til samkomubanns og/eða takmarkana á starfsemi skóla

Skólastjórnendur fylgja fyrirmælum fræðslusviðs og almannavarna. Athugað verður með að fella kennslu í hóptímum og hljómsveitarstarf niður en halda einkatímum.

 

Komi til lokunar skóla

Ef loka þarf skólanum verður það tilkynnt á heimasíðu skólans og með fjölpósti í tölvukerfinu Visku. Auglýsingar um lokun skólans verða settar við allar inngönguleiðir skólans.

 

Upplýsingastreymi eftir lokun skóla.

Tilkynningar um breytingar og upplýsingar um stöðu mála verða sendar í fjölpósti til foreldra í gegnum visku.

 

Skólastarf í lokun skóla.

Stjórnendur skólans tilkynna fjölskyldum hvernig haga má námi nemenda í lokun skóla. Kennarar nýta tölvusamskipti til að senda áætlanir og verkefni og veita nauðsynlegan stuðning sé þess nokkur kostur.

Umsýsla fasteigna og öryggismál Skólastjórnendur mynda teymi sem skipuleggur eftirlit með húsnæði skólans meðan á lokun stendur.

Skólastarf eftir opnun Kennsla hefst skv. fyrra plani. Endurskoðun áætlana fer fram á starfsmannafundum, fagstjórafundum og fagfundum

 

Ef upp kemur grunur um smit í skólanum

Ef grunur kemur upp um smit hjá nemanda eða starfsmanni munu skólastjórnendur leita ráðgjafar hjá sóttvarnarlækni umdæmisins og fræðslustjóra. Munu skólastjórnendur fara í einu og öllu eftir fyrirmælum þeirra.

Ef starfsmaður veikist í skólanum verður hann umsvifalaust sendur heim og allir snertifletir sem hann gæti hafa snert sótthreinsaðir. Allir starfsmenn sem voru í skólanum á sama tíma og viðkomandi eru beðnir um að fara heim og bíða frekari fyrirmæla frá skólastjórnendum.