Fara í efni

Klassískur gítar

Klassíski gítarinn á líklega uppruna sinn í hinu forna arabíska hljóðfæri sem kallast „Oud“ og kom til Evrópu á 8. öld. Almennt er talið að oud, og þar af leiðandi evrópska lútan, hafi alið af sér nokkur strengjahljóðfæri eins og Vihuela og barokkgítarinn. Í kring um 1850, eftir aldalanga þróun og rannsóknir á smíðatækninni, skapaði spænski lutherspilarinn Antonio Torres fyrsta gítarinn sem deildi mörgum eiginleikum með hljóðfærinu eins og við þekkjum það í dag.

Gítarinn er með sex strengi, þrír venjulega úr nylon og þrír silfur (stál) strengir. Það er spilað á hann með báðum höndum, fingur hægri handar mynda mismunandi tóna með því að þrýsta strengjunum niður og þeir vinstri plokka strengina mjúklega. Hljóðið er mjúkt, ávalt og afslappandi. Þökk sé ljúfum tónum er gítarinn frábært hljóðfæri til að spila á einleik eða í kammertónlist. Hann passar fallega með öðrum hljóðfærum eins og flautu eða fiðlu og hann er frábært til að fylgja mannsröddinni. Nemendur skemmta sér vel við að spila í gítardúóum, tríóum og stærri samleik.

Klassískur gítar

Algengast er að námið geti hafist um 8 ára aldur og mælst er til að nemendur noti venjulegann klassískann gítar eins fljótt og auðið er en til eru klassískir gítarar í barnastærð fyrir yngri nemendur. Mikilvægt er að ráðfæra sig við kennara þegar kemur að hljóðfærakaupum.

Nám á klassískann gítar skiptist í einkatíma og hljómsveitarstarf. Kennt er eftir aðalnámskrá tónlistarskóla og nemendur byrja að sækja tónfræðitíma þegar kennarar telja það tímabært.

Námsleiðir í boði

Fornám (5-9 ára) Áfangabraut (5 ára+) Stúdentsbraut

Kennarar

Daniele Basini
Kennari
Klassískur gítar

Daniele Basini er gítarleikari og tónskáld sem hefur starfað við Tónlistarskólann á Akureyri frá 2013.  Hann er fæddur í Róm, á Ítalíu þar sem hann lauk MA og BA í gítar og tónsmíðum en hélt svo til Noregs og lauk Mastersprófi í music performance frá University Agder í Kristiansand.  Daniele hefur haldið tónleika á Ítalíu, Noregi, Danmörku og Íslandi og tónlist hans hefur verið spiluð á Italíu, Noregi og Íslandi.

Dimitrios A. Theodoropoulos
Kennari
Rafgítar - Jazz

Dimitrios Theodoropoulos fæddist árið 1983 í Aþenu/Grikklandi og ólst upp í Volos þar sem hann hóf sitt tónlistarnám.  Dimitrios útskrifaðist síðar frá The Nakkas School of Music í djassdeildinni í Aþenu árið 2005 sem gítarleikari.  Næstu tvö árin lærði hann kúbskan Tres gítar á Kúbu við ISA (Instituto Superior del Arte).  Dimitrios flutti til Íslands og tók við stöðu tónlistarkennara við Tónlistarskólann á Akureyri árið 2011.  Dimitros er stofnmeðlimur Babybop, er búsettur á Akureyri og á tvo syni með eiginkonu sinni.

Kristján Edelstein
Kennari
Gítar, Rafgítar, Hljómsveit,

Kristján Edelstein er fæddur í Freiburg, Þýskalandi þann 18. ágúst 1962 og hefur haft tónlist að aðalstarfi síðan árið 1981. Kristján stundaði klassískt nám á gítar og píanó í Tónlistarskóla Reykjavíkur og síðar rafgítarnám við Berklee College of Music í Boston. Ungur varð Kristján landskunnur gítarleikari og starfaði með þekktum hljómsveitum, auk þess að leika inn á fjölda hljómplatna fyrir þjóðþekkta tónlistarmenn. Kristján hefur sömuleiðis tekið þátt í flutningi og gerð tónlistar fyrir kvikmyndir, leikhús og sjónvarpsþætti. Síðustu árin hefur Kristján einnig séð um útsetningar, upptökur, hljóðblöndun og hljóðfæraleik á ýmsum hljómplötum, auk þess sem hann hefur sinnt tónlistarkennslu við Tónlistarskólann á Akureyri um árabil þar sem hann sinnir gítarkennslu og liðbeinir nemendum í skapandi hljóðvinnslu. 

Nánar um kennsluhætti í tónlistarnámi