Fara í efni

Fréttir

Dagur tónlistarskólanna

Dagur tónlistarskólanna er laugardaginn 27. febrúar.  Þá verður margt að gerast innan skólans; tónleikar í Ketilhúsi og Eymundsson, smiðjur og hljóðfærakynningar í skólanum. 

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Strengjasveit Tónlistarskólans á Akureyri

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Strengjasveit Tónlistarskólans á Akureyri. Tónleikar í Akureyrarkirkju sunnudaginn 14. febrúar kl. 16:00 Á þessum tónleikum teflum við saman nýrri og gamalli tónlist.  Fluttur verður fiðlukonsert eftir Hauk Tómasson þar sem Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari leikur einleik.  Aðgangur er ókeypis fyrir nemendur Tónlistarskólans.

Nám á málmblásturshljóðfæri

Tónlistarskólinn á Akureyri býður byrjendum upp á ódýrt og skemmtilegt nám á málmblásturshljóðfæri. Kennt verður á trompet, kornett,  básúnu, baritón-horn og túbu í 2-3 manna hópum og kennslan fer fram í Brekku-Gilja-og Oddeyrarskóla.

Foreldravika 25.-29.janúar

Vikuna 25.-29. janúar er foreldravika í tónlistarskólanum.  Kennsla verður óbreytt en foreldrar eru velkomnir í tíma með nemendum. 

Valgrein-hljómsveitaraðstoð

 Nú býðst nemendum á framhaldsstigi nýr valáfangi sem kallast “hljómsveitaraðstoð og útsetningar”. Áfanginn felur í sér að aðstoða nemendur í Sinfóníuhljómsveit Tónak eða Stórsveit Tónak á æfingum.

Atli að gera það gott í LA

Atli Örvarsson, Akureyringur og fyrrverandi nemandi Tónlistarskólans, er að gera það gott í Los Angeles sem kvikmyndatónskáld.  Diskur með tónlist Atla við myndina The Fourth Kind er gefinn út m.a. á i-tunes, Amazon og víðar.  Atli lærði á trompet í Tónlistarskólanum á Akureyri hjá Atla Guðlaugssyni og Roari Kvam.  Atli

Tónsmíðakeppni-Skilafrestur

Minnum á Tónsmíðakeppni skólans.  Frestur til að skila inn lögum rennur út 8. janúar næstkomandi.  Allir nemendur Tónlistarskólans geta tekið þátt.  Skila þarf tónsmíðinni á nótum eða á geisladiski

Jólagjöf Tónak og LA

Jólagjöf Tónlistarskólans á Akureyri og Leikfélags Akureyrar eru ókeypis tónleikar, laugardaginn 12. desember kl. 17:00 í Rýminu.  Þar koma fram Pálmi Gunnarsson,  Bryndís Ásmundsdóttir,