Fara í efni

Fréttir

30 ára afmæli Suzukisambands Íslands

Þann 13. mars voru haldnir þrennir hátíðlegir tónleikar í Hörpu í tilefni 30 àra afmælis Suzukisambands Íslands. Þađ àttu ađ fara 15 nemendur fràskólanum okkar en þar sem veđurspàin var ekki góđ fóru ađeins færri.Allir stóđu sig međ prýđi, til hamingju međ daginn!

Páskafrí 2016

Páskafrí er að bresta á og kennt verður út þessa viku og er föstudagurinn 18. mars síðasti kennsludagur fyrir páska og miðvikudaginn 30. mars hefst kennsla aftur eftir páska. Gleðilega páska :-)

Páskatónleikar í Giljaskóla

Föstudaginn 18. mars verða árlegir tónleikar Tónlistarskólans í Giljaskóla. Tvennir tónleikar verða, þeir fyrri kl 10:00 og seinni kl 10:45. Fram koma nemendur Tónlistarskólans á Akureyri sem eru jafnframt nemendur Giljaskóla

Nótan 2016

Við óskum öllum fulltrúum skólans í Svæðiskeppni Nótunnar fyrir Norður- og Austurland innilega til hamingju með frábæra frammistöðu. Þeir Birkir Blær Óðinsson gítarleikari og Gísli Rúnar Víðisson tenór verða fulltrúar skólans í Hörpu 10. apríl næstkomandi.

Þorgerðartónleikar

Miðvikudaginn 9. mars 2016 kl. 20:00 verða haldnir tónleikar í Hofi til styrktar minningarsjóði um Þorgerði S. Eiríksdóttur. Þorgerður lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri og var nýkomin til London í framhaldsnám er hún lést af slysförum í febrúar 1972.

Svæðistónleikar Nótunnar 2016

Svæðistónleikar nótunnar fyrir Norður- og Austurland verða föstudaginn 11. mars. Tvennir tónleikar verða; kl 14 og kl 16 og má búast við að úrslit liggi fyrir um kl 18. Þau atriði sem komast áfram taka svo þátt í lokatónleikum Nótunnar í Hörpu þann 10. apríl. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Masterclass í music production

Axel \"Flexi\" Árnason upptökumaður ætlar að vera með masterclass hér í Tónlistarskólanum í þrjú kvöld, 14. 15. og 16. Mars.

Forval

Forval fyrir tónlistarverðlaun Nótunar verður í kvöld kl. 18:00 í Hömrum Allir velkomnir Fram koma nemendur skólans sem keppast um að komast á svæðistónleika nótunnar fyrir Norður og Austurland

Afmælistónleikar Tónlistarskólans á Akureyri

Á laugardaginn síðast liðinn hélt Tónlistarskólinn á Akureyri upp á 70 ára afmæli skólans og einnig var þetta dagur tónlistarskólanna. fram komu 200.000 naglbítar og um 400 nemendur skólans. Flutt voru lög naglbítana ásamt vel þekktum lögum sem var meðal annars í flutningi Helenu Eyjólfs, en hún var leynigestur tónleikanna. Hér sjáiði glæsilega frétt á MBL um þessa tónleika.

Dagur tónlistarskólanna 200.000 naglbítar 20. febrúar

Heil og sæl Þessi póstur er ætlaður þeim sem taka þátt í tónleikunum með 200.000 Nagbítum þann 20. febrúar. Þeir sem ekki taka þátt eru beðnir afsökunar á ónæðinu. Nú er heldur betur farið að styttast í þennan stórviðburð. Við héldum stóra æfingu í Hömrum síðasta mánudag. Allir voru mjög einbeittir og duglegir á þeirri æfingu þrátt fyrir að hún væri löng. Þetta eiga eftir að verða skemmtilegir tónleikar.