04.03.2016
Svæðistónleikar Nótunnar 2016
Svæðistónleikar nótunnar fyrir Norður- og Austurland verða föstudaginn 11. mars. Tvennir tónleikar verða; kl 14 og kl 16 og má búast við að úrslit liggi fyrir um kl 18. Þau atriði sem komast áfram taka svo þátt í lokatónleikum Nótunnar í Hörpu þann 10. apríl. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.