Fara í efni

Fréttir

Laus pláss á gítar eftir áramót

Laus pláss á gítar eftir áramót. Það er gleðilegt að segja frá því að gítarkennarinn Matti Saarinen mun byrja aftur að kenna í Tónlistarskólanum í janúar eftir nokkurt hlé. Þar af leiðandi er komin upp sú skemmtilega staða að skólinn er með nokkur laus pláss á gítar á vorönn. Sækja má um plássinn á vefsíðu skólans www.tonak.is undir „umsóknir“. Fyrstir koma, fyrstir fá.

Jólatónleikar Blásaradeildar

Jólatónleikar blásaradeildar verða í Hömrum miðvikudaginn 2. Desember kl 17:30. Efnisskráin er fjölbreytt; jólatónlistin er þó áberandi og leikið er á fjölmörg hljóðfæri. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Jólatónleikar Blásarasveita

Blásarasveitir tónlistarskólans halda tónleika þriðjudaginn 1.12. Þarna koma fram stórsveitin, skipuð lengst komnu nemendum skólans, blásarasveitin sem er aðallega fólk á unglingsaldri og grunnsveitin sem er yngsta hljómsveitin... Og sú sprækasta. Vonumst til að sjá marga stuðningsmenn, kaffisala verður eftir tónleika skipulögð af foreldrafélaginu.

Jólatónleikar 2015

Jólatónleikar Tónlistarskólans á Akureyri Nú fer að líða að jólum og við í tónlistarskólanum erum heldur betur komin í jólaskap og erum á fullu að undirbúa jólatónleika. Allar deildir skólans halda amk eina jólatónleika og eru allir hjartanlega velkomnir. Hér er dagskrá jólatónleikana og eru allir tónleikar í Hömrum.

Óskalög þjóðarinnar í blásarabúningi

Óskalög þjóðarinnar í blásarabúningi Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri mun tók þátt í þessum frábæra viðburði. Sunnudaginn 15. nóvember voru haldnir maraþontónleikar í Norðurljósum í Hörpu, þar sem fram komu fjórtán íslenskar skólalúðrasveitir. Tónleikarnir stóðu yfir frá klukkan ellefu að morgni til klukkan sex að kvöldi með nýrri hljómsveit á hálftíma fresti yfir daginn. Blásarasveit tónlistarskólans stóð sig heldur betur vel í Hörpu á blásarasveitarmaraþoni sem haldið var 15.11 nóvember síðastliðinn. Hér eru þau rjóð og kát nýkomin af sviði.

VI. píanókeppni EPTA 2015

Sjötta píanókeppni Íslandsdeildar EPTA (Evrópusambands píanókennara) fór fram í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs, dagana 4. til 8. nóvember. Þrír píanónemendur fóru frá Tónlistarskólanum á Akureyri og voru það Þeir Björn Helgi Björnsson nemandi, Lidiu Kolowsoska og Eysteinn Ísidór Ólafsson, einnig nemandi Lidiu. Kepptu þeir báðir í 1. flokki 14 ára og yngri Alexander Smári Kristjánsson Edelstein, nemandi Þórarins Stefánssonar. Björn keppti í 1. flokki: 14 ára og yngri í VI. píanókeppni Íslandsdeildar EPTA

Óskalög þjóðarinnar í blásarabúningi

Óskalög þjóðarinnar í blásarabúningi Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri mun taka þátt í þessum frábæra viðburði. Sunnudaginn 15. nóvember verða haldnir maraþontónleikar í Norðurljósum í Hörpu, þar sem fram koma fjórtán íslenskar skólalúðrasveitir. Tónleikarnir standa yfir frá klukkan ellefu að morgni til klukkan sex að kvöldi með nýrri hljómsveit á hálftíma fresti yfir daginn.

Orgelhúsið

Orgelhúsið, útgáfutónleikar í Akureyrarkirkju 14. nóvember kl. 13:00 og 14:30. Lítil saga úr orgelhúsi er myndskreytt tónlistarævintýri fyrir börn sem leiðir hlustendurna inn í töfraheim pípuorgelsins.

Píanótónleikar í dag kl. 17:00

Píanótónleikar í Hömrum á mánudegi 26 október kl.17:00. Á tónleikunum koma fra píanónemedur sem taka þátt í píanókeppni EPTA í Salnum í Kópavogi 3 - 8 nóvember. Þessi nemendur eru: Eynsteinn Ísidór Ólafsson, Björn Helgi Björnsson og Alexander Smári Krisjánsson. Við óskum þeim góðs gengis og allir hjartanlega velkomnir

Miðannamat

Um miðja önn í október fer fram miðannamat. Það er einnig gert í Visku. Miðannamatið er bara ein setning, en hægt er að velja á milli nokkurra möguleika í kerfinu sem gefa nemendum og forráðamönnum upplýsingar um námsstöðu. Nemendur eiga að fá miðannamat fyrir allar greinar einkatíma jafnt sem hóptíma, hljómsveitir o.s.frv. nema kjarnagreinar.