12 vikna byrjendanámskeið í upptökutækni verður í
boði í haust. Í náminu verður farið yfir helstu þætti í
hljóðupptökum svo sem eðli hljóðs, stafrænt hljóð,
virkni hljóðnema og þann vélbúnað og hugbúnað
sem notaður er í hljóðupptökum.
Tónlistarskólinn býður nú upp á ráðgjöf til nemenda varðandi námsmöguleika við skólann. Ráðgjöfin er hugsuð til að aðstoða nemendur sem t.d. eru á leið í framhaldsnám, eða langar að breyta til, eða finna sig ekki í því námi sem þeir eru í.
Enn eru laus pláss í forskóla í Glerár- og Oddeyrarskóla. Innritun fer fram á tonak.is. Forskólinn er ætlaður nemendum í 1. og 2. bekk grunnskólanna. Kennslan fer fram í húsnæði grunnskólanna strax að loknum skóladegi, milli kl. 13.00 og 13.30.