Nótan fyrir norð-/austurland í Hamraborg þann 15. mars. Tvennir tónleikar í Hamraborg. Þeir fyrri verða kl. 12:30 og þeir seinni kl. 14:00. Afhending viðurkenninga kl. 15:30.
Nótan uppskeruhátíð tónlistarskóla er samstarfsverkefni Félags tónlistarskólakennara, Félags íslenskra hljómlistarmanna og Samtaka tónlistarskólastjóra.
Þorgerðartónleikar
Mánudaginn 17. mars 2014 kl. 20:00 verða haldnir tónleikar í Hofi til styrktar minningarsjóði um Þorgerði S. Eiríksdóttur.
Þorgerður lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri og var nýkomin til
London í framhaldsnám er hún lést af slysförum í febrúar 1972. Ári síðar stofnuðu
aðstandendur Þorgerðar ásamt Tónlistarskólanum og Tónlistarfélagi Akureyrar
minningarsjóð, til að styrkja efnilega nemendur frá Tónlistarskólanum á Akureyri til
framhaldsnáms.
Nótan verður á laugardaginn 15. mars. Tvennir tónleikar í Hamraborg. Þeir fyrri verða kl. 12:30 og þeir seinni kl. 14:00. Afhending viðurkenninga kl. 15:30.
Hádegistónleikaröð Tónlistarfélags Akureyrar, Föstudagsfreistingar er löngum orðin þekkt meðal Akureyringa.
Að þessu sinni koma fram söngkonurnar Helena Guðlaug Bjarnadóttir og Eyrún Unnarsdóttir ásamt Daníeli Þorsteinssyni píanóleikara. Þau munu flytja dúetta eftir Mendelssohn.
1862 Nordic Bistro matreiðir súpu sem tónleikagestir geta notið á meðan tónleikum stendur.
Hugljúf stund í hádeginu í Hofi!
Bolludagstónleikar
Verða haldnir í Giljaskóla á vegum strengjasveita Tónlistarskólans á Akureyri sunnudaginn 2. mars kl. 15:00.
Nemendur bjóða upp á fjölbreytta tónlist og selja í leiðinni ljúffengar heimagerðar rjómabollur og kaffi.
Ágóði sölunnar rennur óskertur í ferðasjóð þeirra.
Verð 1500 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn og unglinga og er hver aðgöngumiði einnig happdrættismiði. (Ekki posi)
Foreldrafélag strengjanemenda

Bolludagstónleikar
Verða haldnir í Giljaskóla á vegum strengjasveita Tónlistarskólans á Akureyri sunnudaginn 2. mars kl. 15:00.
Nemendur bjóða upp á fjölbreytta tónlist og selja í leiðinni ljúffengar heimagerðar rjómabollur og kaffi.
Ágóði sölunnar rennur óskertur í ferðasjóð þeirra.
Verð 1500 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn og unglinga og er hver aðgöngumiði einnig happdrættismiði. (Ekki posi)
Foreldrafélag strengjanemend
Á stefnumótum-kammertónleikar
Þóra Kristín Gunnarsdóttir, píanó, Stephanie Sutterlüty, óbó, og Barbara Hess, víóla, flytja verk eftir Claude Debussy, Francis Poulenc, Rebecca Clarke og August Klughardt í Hofi sunnudaginn 2. mars klukkan 20.00.