07.02.2014
Framhaldsprófstónleikar Sunnu Friðjónsdóttur
Næsta laugardag heldur Sunna Friðjónsdóttir framhaldsprófstónleikana sína á þverflautu.
Sunna byrjaði 6 ára gömul í forskólanum í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, hóf síðan píanónám 7 ára hjá Bjargeyju Ingólfsdóttur. Ári síðar flutti Sunna til Akureyrar. Hún hélt þá áfram á píanó hjá Dýrleifu Bjarnadóttur og hóf flautunám hjá Petreu Óskarsdóttur í Tónlistarskólanum á Akureyri. Samhliða tímunum á Akureyri hefur Sunna sótt einkatíma til Áshildar Haraldsdóttur og fleirra.